Markmið
			Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í nóvember 2017 segir:
			Ríkisstjórnin mun hefja samstarf við sveitarfélögin um gerð þjónustukorts 
			sem sýnir aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og 
			einkaaðila til að bæta yfirsýn og þar með skapa grundvöll fyrir aðgerðir til 
			að tryggja íbúum þjónustu og jafna kostnað.
			Vinnsla
			Gerð þjónustukortsins varð tillaga í byggðaáætlun 2018-2024 og samgöngu- og 
			sveitarstjórnarráðuneytið fól Byggðastofnun framkvæmdina sem hófst á fyrri hluta árs 2018. 
			Ljóst var frá upphafi að stöðugt þyrfti að uppfæra gögn á kortasjá, annars úreldist hún 
			hratt því þjónusta og staðsetning þjónustu breytist sífellt.
			Upplýsingar eru þannig meginviðfangsefnið, undirstaða og innihald kortsins, og vinna við 
			þjónustukortið hefur því mjög snúist um að fá stofnanir til þess að skrá upplýsingar sem 
			þær varða á samræmdan hátt þannig að þær mætti lesa inn á kort og uppfæra á sjálfvirkan hátt. 
			Þegar gagnaöflun fyrir þjónustukortið lauk (2020) tóku við stöðugar uppfærslur á kortagögnum 
			því þjónusta breytist, færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi 
			er gott og virkt samstarf við fólk, fyrirtæki og stofnanir eftirsóknarvert. Byggðastofnun leitar 
			því eftir því að fái ábendingar, athugasemdir og leiðréttingar við kortið. 
			Þetta má gera með því að smella á flipann Athugasemdir.
			Við vinnslu kortsins hefur fram til þessa verið keypt ráðgjöf og gögn af Landmælingum Íslands, 
			Alta ráðgjafarfyrritæki, Capacent og Creditinfo auk Þjóðskrár, Hagstofunnar og Ríkisskattstjóra.
 			
			Grunngögn
			Hægt er að hlaða niður þeim gögnum sem Byggðastofnun safnar með því að fara á 
			niðurhalssíðu þjónustukortsins.
			Kortið sýnir ýmis gögn frá öðrum aðilum og þurfa notendur þá að snúa sér til þeirra.
			Fyrirspurnir um frekari aðgang að gögnum ætti að senda til kort@byggdastofnun.is
			Leitið og...
			Á valstikunni hér til vinstri er flipi fyrir ábendingar um betrumbætur á kortinu. 
			Með því að velja grunnkort gefst færi á að velja grunnkort. Til þess að finna þjónustu 
			þarf að smella á örina á flipa fyrir þjónustuflokk, t.d. Verslun. Þá opnast nokkrir 
			þjónustuþættir. Ef hakað er t.d. við bensínstöðvar birtast tákn þar sem slíkar stöðvar eru. 
			Hægt er að þysja inn til þess að sjá hvar bensínstöðin er og ef smellt er á táknið birtast 
			tenglar á borða vinstra megin á skjánum þannig að hægt er að fara inn á vef viðkomandi 
			fyrirtækis/stofnunar og fá frekari upplýsingar um starfsemina.
			



