Aðgangur að gögnum

Hér er veittur aðgangur að landupplýsingagögnum sem birtast á þjónustukortinu, fyrst um sinn þó aðeins þeim sem Byggðastofnun hefur safnað. Þeir sem nota landupplýsingakerfi geta tengst fitjuþjónustu gagnaveitunnar beint með því að skilgreina WFS tengingu með slóðina https://thjonustukort.is/geoserver/wfs. Þegar tengingin er komin á standa gögnin sem listuð eru hér fyrir neðan til boða.

Þeir sem vilja sækja gögnin án þess að nota landupplýsingakerfi geta valið gagnasett, gagnasnið og hnitakerfi hér fyrir neðan og halað þeim síðan niður.

Byggðastofnun hefur mikinn áhuga á að vita hvernig gögnin nýtast og biður þá sem sækja sér gögn að senda línu á annalilja@byggdastofnun.is með nokkrum orðum um áformaða notkun.

Gagnasett
AuðkenniHeitiSkýring
Gagnasnið
CSV (Comma Separated Values)
Shapefile
KML (opnast m.a. í Google Earth)
GML
JSON
Hnitakerfi
ISN93 (EPSG 3057)
WGS84 (EPSG 4326)
Sækja gögnin

Með því að sækja gögnin telst viðkomandi hafa samþykkt eftirfarandi skilmála og fyrirvara:

  • Öllum er heimilt að afrita, endurnýta og birta gögnin að vild. Sé slíkt gert skal koma fram að þær upplýsingar sem byggt er á komi frá Byggðastofnun með eftirfarandi texta: Byggt á gögnum frá Byggðastofnun.
  • Byggðastofnun ábyrgist ekki réttmæti upplýsinga sem fram koma í gögnunum né heldur ber stofnunin ábyrgð á afleiðingum sem kunna að hljótast af notkun þeirra.

Hér fyrir neðan birtist vísun á gögnin þegar gagnasett, gagnasnið og hnitakerfi hefur verið valið.